Ef þú ert að leita að fyrirlestri um hvernig við getum sett okkur markviss markmið, haft rétt hugarfar í keppni, tekist á við meiðsli og samræmt íþróttir og nám þá er fyrirlesturinn Leiðin Til Afreka eitthvað fyrir þig.
Í þessum klukkutíma langa fyrirlestri deili ég minni reynslu og þeim aðferðum sem ég nýtti mér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis. Ég fer sérstaklega í það hvernig Þú getur nýtt þér þessar aðferðir í þínu lífi til að skara fram úr og ná sem bestum árangri í þinni íþrótt. Innifalið er verkefnahefti þar sem við komum því sem við tölum um í verk.
Þú getur nú keypt 10 daga aðgang að fyrirlestrinum fyrir aðeins 15€!
- Íþróttasálfræðingur og deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík
Ásdís sagði nemendum frá ferlinum og þeim áskorunum sem hún hefur mætt lista vel. Fyrirlesturinn jók skilning nemenda á hvaða verkfærum er hægt að beita til að ná árangri i íþróttum og lífinu sjálfu.
Frímann Ari Ferdinandsson
- Formaður Afreks- og landsliðsnefndar Badmintonsambands Íslands
Ásdís var með fyrirlestur fyrir landsliðsfólkið okkar um hvernig hún æfir, hvernig hún setur sér markmið og vinnur með þau, hvernig hún undirbýr sig fyrir keppni og hagar sér í keppni. Ásdís gerði þetta listavel enda með mikla reynslu af löngum íþróttaferli auk þess sem hún er auðvitað frábær fyrirmynd fyrir íþróttaæsku landsins.
Kári Jónsson
- Yfirþjálfari Meistaraflokks Ármanns í frjálsum
Fyrirlesturinn var fróðlegur og áhugavekjandi um leið og hann gaf unga fólkinu góðar leiðbeiningar um það mikilvægasta í íþróttum og lífinu sjálfu. Sögurnar gæða fyrirlesturinn miklu lífi auk þess sem áhugi fyrirlesarans fyrir efninu skín í gegn. Frábært!
Anders Walther
- Spjótkasts menntun hjá sænska frjálsíþróttasambandinu
Ásdís hélt mjög vel heppnaðan fyrirlestur fyrir unglinga afrekshópinn okkar. Hún talaði af þekkingu og sannfæringu og studdi mál sitt með fagmannlegum fyrirlestri. Hún gaf unglingunum frábær verkfæri til þess að koma ferlinum á næsta stig.
Örvar Ólafsson
- Verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ
Ásdís hélt áhugavert erindi fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk úr hinum ýmsu íþróttagreinum í Afreksbúðum ÍSÍ. Náði hún vel til krakkanna með hnitmiðuðu og vel fram settu efni.
We use technologies, such as cookies, to customise content and advertising and to analyse traffic to the site. We also share information about your use of our site with our trusted social media, advertising and analytics partners. [See details]