Það kannast líklega allir íþróttamenn við það þegar það gengur ekki alveg nógu vel og neikvæðu hugsanirnar fara af stað.
Í þessu námskeiði kenni ég nákvæmlega skref fyrir skref hvernig þú getur tekist á við þessar neikvæðu hugsanir og snúið þeim við.
Hættu að láta þér líða illa að óþörfu og taktu þetta skref til að verða andlega sterkari íþróttamaður.
✔️ Um leið og það gengur ekki alveg eins og þú vilt þá fara neikvæðar hugsanir af stað
✔️ Þú verður pirruð/pirraður og hættir að geta einbeitt þér
✔️ Það gengur bara verr og verr og þú verður stöðugt pirraðari
✔️ Þú ferð að brjóta þig niður og líða illa
✔️ Þig langar til þess að laga þetta en þú veist bara ekki hvernig þú getur gert það
Ég þekki þetta sjálf, ég var ná´kvæmlega þarna líka og ég lagði mikið á mig til að finna lausnir! Nú getur þú nýtt þér mínar lausnir og lært af minni reynslu.
✔️ Um leið og það gengur ekki alveg eins og þú vildir þá veistu nákvæmlega hvernig þú átt að bregðast við
✔️ Þú missir þig ekki í pirring heldur nærð að halda einbeitingunni
✔️ Þú talar við þig á uppbyggilegan hátt
✔️ Þér líður vel og þér gengur mun betur á æfingum og í keppni
✔️ Þú hefur fullan aðgang hvenær sem þér hentar að ráðum sem eru byggð á 20 ára reynslu frá þreföldum Ólympíufara.
Ég veit að þetta er hægt vegna þess að ég hef gert það sjálf!
Ég man hversu erfitt ég átti með að takast á við vonbrigði og hversu oft ég náði ekki að standa mig eins vel og ég átti að geta því ég stóð í vegi fyrir sjálfri mér. Mistökin sem ég gerði var að halda að ég gæti tekist á við þetta sjálf alltof lengi.
Það var ekki fyrr en ég fór að vinna með íþróttasálfræðingi og lesa mér til sem ég áttaði mig á því hversu mikið ég hafði verið að skemma fyrir mér. Hefði ég byrjað fyrr á þessari vinnu þá er ég handviss um að ég hefði náð betri árangri.
Ekki gera sömu mistök og ég gerði því að erfiðasta hugsunin sem við sitjum uppi með eftir ferilinn er “Hvað ef…?”.