Hér er það sem aðrir hafa að segja

Afreksskólinn

Þuríður Erla Helgadóttir

- 9. hraustasta kona í heimi 2019 og margfaldur þátttakandi á Heimsleikunum í Crossfit

Ég myndi klárlega mæla með Afreksskólanum hennar Ásdísar. Ég er búin að vera í keppnisíþróttum allt mitt líf og hef alltaf átt við smá stress vandamál að stríða. Ásdís fer vel yfir hvernig hægt er að vinna í því og hvaða tæki og tól er hægt að nota til að við getum komist á okkar “optimal” stress level. Auk þess sem á þessum skrítnu tímum getur verið erfitt að vera peppaður í að halda æfingum, mataræði, svefni og fleiru 100% því maður eiginlega veit ekki hvenær næsta mót er einu sinni. Þá er svo gott að fara rækilega yfir hvers vegna ég er að æfa mínar íþróttir og hvers vegna ég byrjaði til að byrja með og hvað það gefur mér.

Birgit Rós Becker

- Íslandsmethafi í kraftlyftingum

Ég mæli svo sannarlega með Afreksskólanum. Ég kynntist sjálfri mér sem íþróttamanni alveg uppá nýtt! Í Afreksskólanum býður Ásdís uppá ótrúlegan veglegan pakka og var hann hverrar krónu virði. Ég finn mikinn mun á sjálfri mér hugarfarslega en hún fer vel í gegnum andlegu hliðina sem ég þurfti á að halda. Ég mæli hiklaust með Afreksskólanum fyrir allt íþróttafólk!

Lena Meyer

- Svissneskur spjótkastari

Í gegnum Afreksskólann hef ég áttað mig á því hversu mikið gott hugarfar getur haft áhrif á árangur. Ég lærði hvernig ég get notað hugarfarið mitt til að bæta minn árangur og hvernig ég get tekist á við hinar ýmsu aðstæður. Ég hef tekið eftir því hvernig hugarfarið á æfingum hefur batnað. Þetta hefur hjálpað mér að vera enn einbeittari á æfingum. Ég myndi svo sannarlega mæla með Afreksskólanum fyrir aðra íþróttamenn.

Ráðgjöf

Kristín Þórhallsdóttir

- Bronsverðlaunahafi á HM í klassískum kraftlyftingum

Ég nýtti mér ráðgjafartíma Ásdísar Hjálms til þess að undirbúa mig andlega fyrir mitt fyrsta alþjóðlega stórmót sem var Heimsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum. Hún gaf mér öflug verkfæri til að takast á við keppnisstressið og það var algjörlega ómetanlegt að fá ráðleggingar um hvernig best sé að stilla af hausinn og hugarfarið fyrir stórmót frá svo reynslumikilli afreksíþróttakonu eins og Ásdísi. Mér tókst að vera yfirveguð í keppninni og leið vel. Ég fékk jafnframt góða og jákvæða upplifun af keppninni. Þessi andlega vinna, ofan á líkamlegan undirbúning, var ekki síður mikilvæg og skilaði mér bronsverðlaunum í hnébeygju og samanlögðum árangri.

Birgit Rós Becker

- Íslandsmethafi í kraftlyftingum

Ég hef nýtt mér 1-on-1 ráðgjafartíma með Ásdísí og hjálpaði það mér rosalega mikið. Það var mjög þægilegt að tala við hana og leið mér eins og ég hefði þekkt hana alla mína ævi.

Lena Meyer

- Svissneskur spjótkastari

Ráðgjafartímarnir hafa verið mjög lærdómsríkir fyrir mína persónulegu vinnu. Þeir gáfu mér tækifæri til að tala um mínar persónulegu aðstæður í smáatriðum. Það hefur hjálpað mér mikið að læra af Ásdísi og hennar reynslu og að ræða við hana um mitt hugafar í mismunandi aðstæðum og þetta mun hjálpa mér í framtíðinni. Ásdís gaf mér sérstök ráð um hvernig ég ætti að takast á við ákveðnar aðstæður á æfingum og í keppni. Vegna þess hversu mikið ég fékk út úr ráðgjafartímunum myndi ég mæla með þeim fyrir alla sem vilja bæta hugarfarið.

Thelma Dögg Grétarsdóttir

- Landsliðskona í blaki

Þegar ég byrjaði í markmiðasetningu hjá Ásdísi var ég ekki alveg klár á því hvert það myndi leiða eða hversu mikið það myndi hjálpa mér. Núna er ég búin að vera hjá henni í ca hálft ár og ég horfi á markmiðin mín í dag með allt öðrum augum og áherslum. Fyrst þegar ég byrjaði fann ég ekki mikla breytingu en núna þegar ég horfi til baka finn ég að ég er komin mun lengra en ég var. Ásdís hjálpaði mér að gera markmiðin skýr og geranleg en alltaf krefjandi og það erfiðasta, hún neyðir mann alltaf til þess að verðlauna sig ef markmiðið tekst. Mér er búið að líða ótrúlega vel hjá henni og hún gefur manni góða sýn eða yfirlit á hlutunum sem þú vilt ná. Núna hef ég mín markmið alltaf bak við eyrað og hef fundið með henni aðferðir sem henta mér til þess að halda mínum dampi. Ásdís er virkilega skemmtilegur karakter sem heldur þér við efnið og hvetur þig til þess að dreyma stórt!

Guðlaug Rún Gísladóttir

- Lyfjatæknir

Í fyrra fékk ég í jólagjöf frá manninum mín gjafabréf í markmiðasetningu hjá Ásdísi. Þetta er geggjað, ég mæli með því. Áður en ég nýtti mér þetta var ég ekki góð í að setja mér markmið og fylgja mínum draumum. En get sagt með stolti að þetta svínvirkaði fyrir mig, ég er allavega að elta mína drauma og skráði ég mig í Háskóla síðastliðið haust og það er eitthvað sem að er búið að vera draumur lengi. Að fá aðstoð með að setja sér markmið og ná þeim er geggjað og eitthvað sem að allir ættu að nýta sér. Þetta eykur sjálfstraustið um heilan helling! Takk kærlega fyrir mig.

Fyrirlestrar og Námskeið

Náðu Árangri

Sveinborg Hafliðadóttir,

- Mannauðs- og stefnustjóri Byko

Ásdís kom með vinnustofuna sína um markmiðasetningu inn á stjórnendadag hjá BYKO og heillaði hópinn upp úr skónum. Reynsla hennar af markmiðasetningu, áskorunum og þrautseigju gefur efninu enn meira gildi fyrir þátttakendur. Okkur þótti það mikill kostur að allir stjórnendur fóru heim með verkfæri til þess að vinna að markmiðasetningu í starfi og lífi.

Birna Kristín Jónsdóttir

-Fræðslusérfræðingur Símans

Það er svo gaman þegar afreksfólkið okkar sem sannarlega hefur upplifað hæðir og lægðir á sinni vegferð er tilbúið að miðla af reynslu sinni. Reynsla og árangur Ásdísar er einmitt virkilega þess virði að miðla. Fyrirlesturinn "Náðu Árangri" höfðar mjög vel til þeirra sem vilja setja sér skýr og raunhæf markmið. Ásdís nálgast það mjög aðgengilega hvernig er best að setja sér raunhæf markmið skref fyrir skref. Virkilega gaman að hlusta á Ásdísi fara yfir sinn feril og hvernig hún tæklaði sitt mótlæti. Í hennar huga er ekkert sem heitir að mistakast sem er frábært og smitandi hugarfar.

Sandra Ósk Jóhannsdóttir

- Verkefnastjóri fyrirlestra og námskeiða hjá VR

Námskeiðið “Náðu árangri” er mjög skýrt og vel skipulagt. Ásdís er mjög lifandi og kraftmikill fyrirlesari, sem gefur góð dæmi og spyr vel upp settra spurninga sem fá þátttakendur til þess að hugsa. Vinnubókin hentar vel með námskeiðinu og gott að taka með sér heim eftir námskeið þar sem auðvelt er að rifja upp efnið með hjálp vinnubókarinnar.

Ásdís Hannesdóttir

- Mannauðsstjóri JYSK

Fyrirlesturinn hennar Ásdísar, Náðu árangri, hitti í mark hjá okkur – algjörlega frábær. Virkilega þörf og góð áminning um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum sett fram á líflegan hátt.

Inga Jóna Þórisdóttir

- Fræðslustjóri Vegagerðarinnar

Fyrirlestur Ásdísar er vel settur fram, hvetjandi og hagýtur. Gefin eru góð ráð varðandi markmiðasetningu sem og leiðina til að ná markmiðunum þegar þau liggja fyrir. Virkilega áhugavert og gagnlegt!

Svanhildur Sverrisdóttir

- Mannauðsstjóri Landhelgisgæslunnar

Fyrirlestur Ásdísar er áhugaverður og lærdómsríkur og á erindi hans vel við bæði í leik og starfi. Hún tengir málefnið sinni eigin reynslu með fjölbreyttum dæmum sem gerir fyrirlesturinn bæði einlægan og skemmtilegan.

Alma Hannesdóttir

- Fræðslustjóri Arion banka

Ásdís veitti okkur innsýn í aðgengilega tækni sem má nýta til árangursríkrar markmiðasetningar, bæði í vinnu og í okkar persónulega lífi. Hún fór vel yfir hvert skref í ferlinu og gaf góð dæmi sem var auðvelt að tengja við. Á meðan fræðslu stóð fengum við rými til að hugleiða okkar eigin markmið og vinna úr þeim með þeim aðferðum sem við lærðum. Ég mæli með þessari þjálfun fyrir markmiða miðuð fyrirtæki en sömuleiðis þau sem vilja aðstoða starfsfólk við þeirra persónulegu markmiðasetningu.

Dagbjört Una Helgadóttir

- Mannauðsstjóri AÞ Þrifa

Ásdís kom til okkar og hélt fyrirlestur fyrir starfsfólkið okkar á ensku í tilefni hamingjuviku. Fólkið okkar var mjög ánægt með þennan flotta fyrirlestur sem hvatti okkur öll til að vera besta mögulega útgáfan af okkur sjálfum, ekki nóg með það heldur gefur hún okkur í leiðinni verkfærin til þess að ná þeim árangri. Það er vandmeðfarið að finna hæfileikaríka fyrirlesara sem vill tala ensku og var ég því einstaklega ánægð með hvað hún kom efninu vel frá sér á ensku.

Anna Lóa Ólafsdóttir

- Kennsluráðgjafi Isavia

Við fengum Ásdísi til okkar til Isavia í haustbyrjun ‘23, til að koma okkur í rétta gírinn, faglega og persónulega. Ásdís á auðvelt með að hrífa fólk með sér og setja efnið sitt fram á bæði hvetjandi og skemmtilegan hátt. Hún tekur sig ekki of alvarlega og skilur fólk eftir með þá tilfinningu að eftir allt saman þá sé ekki svo flókið að setja sér markmið og fara eftir þeim. Við getum öll þjálfað bæði jákvæðni og hugrekki sem eru andlegir eiginleikar sem koma okkur langt og Ásdís hefur nýtt sér óspart. Mæli heilshugar með að fá Ásdísi í heimsókn – hún hefur áhrif!

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

- Starfsþróunarstjóri hjá VÍS

Fyrirlesturinn hitti í mark hjá starfsfólki. Ásdís var lífleg, með kröftuga framkomu, og talar af innlifun og einlægni. Hún er flott fyrirmynd í jákvæðu hugarfari og kom efninu vel til skila þrátt fyrir að vera í fjarfundi.

Sandra Ósk Jóhannsdóttir

- Verkefnastjóri fyrirlestra og námskeiða hjá VR

Við fengum Ásdísi til þess að vera með rafrænan fyrirlestur fyrir félagsmenn VR vorið 2021. Það var alveg magnað hvað hún náði að streyma miklum eldmóði og krafti í gegnum skjáinn. Fyrirlesturinn er lifandi, skemmtilegur og auðvelt að tengja við dæmin sem hún tekur. Mér finnst einlægnin hennar skína í gegn þegar hún tekur dæmi af sjálfri sér og hvernig hún hefur tekist á við áskoranir í gegnum tíðina til þess að ná framúrskarandi árangri.

Ólafur Kári Júlíusson

- Mannauðssérfræðingur hjá Landsnet

Það var virkilega gaman að hlusta á Ásdísi tala um markmið og árangur. Reynslan og eldmóðurinn skein frá henni allan tímann og hún átti mjög auðvelt með að halda óskiptri athygli okkar. Dæmin sem hún tók máli sínu til stuðnings voru í senn mannleg og í miklum takt við það sem „við hin“ upplifum, en ég get ímyndað mér að það sé ekki auðvelt að vera þrefaldur ólympíufari og setja þá vegferð í samhengi við hvunndagslíf okkar hinna. Nálgun hennar á áskoranir og mótlæti skildi mikið eftir sig. Ég er þakklátur að hafa fengið tækifæri til að hlusta á hana og læra af henni.

Eva Demireva

- Mannauðsdeild ORIGO

Ásdís kom til okkar með fyrirlesturinn “Náðu Árangri” sem var bæði fagmannlegur og hvetjandi. Erindið hennar veitti starfsfólki okkar innblástur og hún gaf okkur tól til að vinna með í markmiðasetningu og jákvæðu hugarfari. Ég get ekki mælt nógu mikið með Ásdísi sem fyrirlesara!

Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir

- Verkefnastjóri hjá menntasetri lögreglunnar

Fyrirlesturinn var geggjaður, gott pepp og góð áminning um að maður getur alltaf gert betur en um leið að minna sig á að maður sjálfur er nóg. Fer vel saman.

Silja Úlfarsdóttir

- Formaður Ljónshjarta samtaka

Ásdís hélt fyrirlesturinn sinn „Náðu árangri“ fyrir meðlimi Ljónshjarta samtaka. Ásdís ræddi um markmiðasetningu og braut það vel niður og gaf góð dæmi með frá eigin reynslu. Þetta var flottur fyrirlestur og núna ætlum við að brjóta niður markmiðin og ná þeim.

Erla Björk Gísladóttir

- Sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Sjóvá

Ásdís kom til okkar og hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk um leiðir til að ná árangri. Fyrirlesturinn var vel settur fram þar sem hún fjallaði um sína reynslu af því að ná árangri og hvernig við getum nýtt okkur tól og tæki til að ýta okkur út þægindahringnum og ná enn lengra á okkar vegferð til að ná árangri

Sterkari Hugur

Mikael Schou

- Afreksstjóri Hjólreiðasambands Íslands

Ásdís grípur hlustandann með fyrirlesturinn "Sterkari Hugur" en lifandi framsetningin fær okkur til að hugsa um mikilvægi andlegu hliðarinnar hjá íþróttafólki.

Bergþóra Guðjónsdóttir

- Stjórn Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks

Námskeiðið sem Ásdís hélt fyrir meistaraflokk frjálsíþróttadeildar Breiðabliks sló algjörlega í gegn bæði hjá iðkendum og stjórn deildarinnar. Á námskeiðinu var fjallað um áhrif hugarfars á árangur í íþróttum og mikilvægi þess að íþróttafólk vinni markvisst að því að styrkja andlegu hliðina samhliða þeirri líkamslegu. Ásdís er frábær fyrirlesari og kom efninu virkilega vel til skila. Hún náði vel til hópsins og tengdi umfjöllunarefnið við veruleika þeirra. Þáttakendur fengu einnig fullt af verkfærum til þess að vinna með, bæði á æfingum og í keppni.

Leiðin til Afreka

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir

- Íþróttasálfræðingur og deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík

Ásdís sagði nemendum frá ferlinum og þeim áskorunum sem hún hefur mætt lista vel. Fyrirlesturinn jók skilning nemenda á hvaða verkfærum er hægt að beita til að ná árangri i íþróttum og lífinu sjálfu.

Frímann Ari Ferdinandsson

- Formaður Afreks- og landsliðsnefndar Badmintonsambands Íslands

Ásdís var með fyrirlestur fyrir landsliðsfólkið okkar um hvernig hún æfir, hvernig hún setur sér markmið og vinnur með þau, hvernig hún undirbýr sig fyrir keppni og hagar sér í keppni. Ásdís gerði þetta listavel enda með mikla reynslu af löngum íþróttaferli auk þess sem hún er auðvitað frábær fyrirmynd fyrir íþróttaæsku landsins.

Kári Jónsson

- Yfirþjálfari Meistaraflokks Ármanns í frjálsum

Fyrirlesturinn var fróðlegur og áhugavekjandi um leið og hann gaf unga fólkinu góðar leiðbeiningar um það mikilvægasta í íþróttum og lífinu sjálfu. Sögurnar gæða fyrirlesturinn miklu lífi auk þess sem áhugi fyrirlesarans fyrir efninu skín í gegn. Frábært!

Anders Walther

- Spjótkasts menntun hjá sænska frjálsíþróttasambandinu

Ásdís hélt mjög vel heppnaðan fyrirlestur fyrir unglinga afrekshópinn okkar. Hún talaði af þekkingu og sannfæringu og studdi mál sitt með fagmannlegum fyrirlestri. Hún gaf unglingunum frábær verkfæri til þess að koma ferlinum á næsta stig.

Örvar Ólafsson

- Verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ

Ásdís hélt áhugavert erindi fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk úr hinum ýmsu íþróttagreinum í Afreksbúðum ÍSÍ. Náði hún vel til krakkanna með hnitmiðuðu og vel fram settu efni.