FYRIRLESTRAR OG NÁMSKEIÐ

Ég er með þrjá fyrirlestra í boði sem eru um klukkutíma langir en ég býð einnig upp á tveggja tíma námskeið byggt á tveimur þeirra (Náðu Árangri og Sterkari Hugur). Í námskeiðunum köfum við enn dýpra og ég kenni þær aðferðir sem ég tala um með verkefnum sem sýna þínu fólki nákvæmlega hvernig það getur nýtt sér þær.

FYRIRLESTRAR OG NÁMSKEIÐ

Ég er með þrjá fyrirlestra í boði sem eru um klukkutíma langir en ég býð einnig upp á tveggja tíma námskeið byggt á hverjum þeirra. Í námskeiðunum köfum við enn dýpra og ég kenni þær aðferðir sem ég tala um með verkefnum sem sýna þínu fólki nákvæmlega hvernig það getur nýtt sér þær.

Fyrirlestrar og Námskeið í boði

NÁÐU ÁRANGRI
Þessi fyrirlestur er hugsaður fyrir fyrirtæki og stofnanir en í honum tala ég um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum og aukið afkastagetu okkar í gegnum markmiðasetningu, jákvætt hugarfar og góða alhliða heilsu.
LEIÐIN TIL AFREKA
Þessi fyrirlestur er sérsniðinn að íþróttahópum og í honum deili ég minni reynslu og tala um hvernig við getum sett okkur markviss markmið, haft rétt hugarfar í keppni, tekist á við meiðsli og samræmt íþróttir og nám.
STERKARI HUGUR
Þessi fyrirlestur er sérstaklega ætlaður íþróttafólki sem ætlar sér langt. Ég fer ítarlega í hvernig við getum þjálfað andlegu hliðina til þess að geta tekist á við mótlæti, haldið einbeitingu og náð okkar besta árangri þegar það skiptir mestu máli.

Sendu mér póst á [email protected] til að bóka fyrirlestur eða námskeið


Hvernig fara fyrirlestrarnir og námskeiðin fram

  1. Ég mæti á svæðið (þegar ég kem til landsins)
  2. Ég held fyrirlestur eða námskeiðið í streymi
  3. Þú kaupir upptöku af fyrirlestrinum fyrir þinn hóp (bara í boði fyrir Náðu Árangri og Leiðin til Afreka eins og er)
Ert þú einstaklingur sem vill fá að sjá fyrirlestrana?
Ekki hafa áhyggjur þú getur keypt 10 daga aðgang hér:

Sendu mér póst á [email protected]
til að bóka fyrirlestur eða námskeið