Leiðin til Afreka

Ef þú ert að leita að fyrirlestri um hvernig við getum sett okkur markviss markmið, haft rétt hugarfar í keppni, tekist á við meiðsli og samræmt íþróttir og nám þá er fyrirlesturinn Leiðin Til Afreka eitthvað fyrir þig.
Í þessum klukkutíma langa fyrirlestri deili ég minni reynslu og þeim aðferðum sem ég nýtti mér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis. Ég fer sérstaklega í það hvernig þitt íþróttafólk getur nýtt sér þessar aðferðir í sínu lífi til að skara fram úr og ná sem bestum árangri í sinni íþrótt. Innifalið er verkefnahefti þar sem við komum því sem við tölum um í verk.

Hvernig fer fyrirlesturinn fram?

  1. Ég held fyrirlesturinn í streymi
  2. Þú kaupir upptöku af fyrirlestrinum fyrir þinn hóp
  3. Ég mæti á svæðið þegar aðstæður leyfa
Ert þú einstaklingur sem vill fá að sjá fyrirlesturinn?
Ekki hafa áhyggjur þú getur keypt aðgang hér: