Sterkari Hugur

Íþróttafólki er kennt hvaða æfingar það þarf að gera til þess að bæta hraða, styrk, úthald, tækni o.s.frv en langoftast gleymist að kenna hvernig það getur náð þessum eiginleikum út undir pressu í keppni. Við þurfum að þjálfa andlegu hliðina alveg eins og líkamann. Andleg þjálfun er ekki bara nauðsynleg til þess að íþróttafólk geti náð því besta út úr sér heldur nýtist hún líka vel í lífinu utan íþróttarinnar.
Í fyrirlestrinum Sterkari Hugur tala ég um af hverju við þurfum að þjálfa hugann og hvernig það gjörbreytti mínum ferli. Auk þess kenni ég mínar 5 grunnaðferðir í hugarþjálfun. Fyrirlesturinn er um klukkutími að lengd.
Ég býð einnig uppá námskeiðið Sterkari Hugur þar sem ég tala ekki bara um þessar aðferðir heldur kenni þínu íþróttafólki nákvæmlega hvernig það getur nýtt sér þær. Íþróttafólkið fær verkefni til að æfa sig og tekur virkan þátt. Námskeiðið er um tveir klukkutímar að lengd.

Sendu mér póst á [email protected] til að bóka fyrirlestur eða námskeið

Fáðu ÓKEYPIS Hugleiðingar Rútínuna mína og byrjaðu að þjálfa hugann strax í dag!

Ég hef lesið og samþykki notkunarskilmálana.

Hvernig fara fyrirlesturinn og námskeiðið fram?

  1. Ég mæti á svæðið (þegar ég kem til landsins)
  2. Ég held fyrirlesturinn eða námskeiðið í streymi

Þetta hefur fólk að segja um Sterkari Hug

Mikael Schou

- Afreksstjóri Hjólreiðasambands Íslands

Ásdís grípur hlustandann með fyrirlesturinn "Sterkari Hugur" en lifandi framsetningin fær okkur til að hugsa um mikilvægi andlegu hliðarinnar hjá íþróttafólki.

Bergþóra Guðjónsdóttir

- Stjórn Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks

Námskeiðið sem Ásdís hélt fyrir meistaraflokk frjálsíþróttadeildar Breiðabliks sló algjörlega í gegn bæði hjá iðkendum og stjórn deildarinnar. Á námskeiðinu var fjallað um áhrif hugarfars á árangur í íþróttum og mikilvægi þess að íþróttafólk vinni markvisst að því að styrkja andlegu hliðina samhliða þeirri líkamslegu. Ásdís er frábær fyrirlesari og kom efninu virkilega vel til skila. Hún náði vel til hópsins og tengdi umfjöllunarefnið við veruleika þeirra. Þáttakendur fengu einnig fullt af verkfærum til þess að vinna með, bæði á æfingum og í keppni.