Hæ! Ég heiti Ásdís, þrefaldur Ólympíufari og leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu fyrir metnaðarfullt íþróttafólk sem vill ná hámarksárangri

Hæ! Ég heiti Ásdís, þrefaldur Ólympíufari og hugarfarsþjálfari fyrir metnaðarfullt íþróttafólk sem vill ná hámarksárangri

Fáðu ÓKEYPIS Hugleiðingar Rútínuna mína og byrjaðu að þjálfa hugann strax í dag!

Ég hef lesið og samþykki notkunarskilmálana.

Svona get ég hjálpað þér að verða andlega sterkari!

netNámskeið
Netnámskeiðin mín gefa þér verkfærin sem þú þarft í andlegri þjálfun ef þú vilt gera hana sjálf(ur).
Ráðgjöf
Persónulegir ráðgjafartímarnir eru fyrir þá sem vilja enn meiri stuðning og eru sérsniðnir að þinni einstöku aðstöðu.
FYRIRLESTRAR / NÁMSKEIÐ
Ég held fyrirlestra og námskeið á staðnum eða í streymi þar sem ég deili minni reynslu og kenni mínar aðferðir.

Ekki missa af The Athletes Zone Hlaðvarpinu!

Þú ert væntanlega hér vegna þess að þú vilt vita hvort og þá hvernig ég get hjálpað þér. Þú hefur mikinn metnað til þess að standa þig vel og vilt ná sem bestum árangri ekki satt? Þú ert að leggja mikið á þig og vilt vera viss um að þú sért að gera allt sem þú getur til þess að það skili sér. Þú vilt ekki líta til baka eftir ferilinn og hugsa “Hvað ef…?”
Þá ert þú svo sannarlega á réttum stað því ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Ég var sjálf í þessum sporum. Ég lagði mikið á mig til að finna lausnir og nú vil ég hjálpa íþróttafólki eins og þér.
Þú hefur metnaðinn, agann, vinnusemina og hungrið til þess að ná langt og þú átt skilið að gera það. Ég vil sjá þig ná langt. Leiðin á toppinn er þó langt frá því að vera þráðbein og það eru allskonar hindranir sem verða á vegi okkar. Jafnvel margar sem við hefðum ekki getað séð fyrir. Þess vegna er gott að fá leiðsögn frá einhverjum sem hefur farið þessa leið, þekkir þessar hindranir og getur hjálpað þér að komast yfir þær.
Þar kem ég til sögunnar.