Náðu þínu besta út í æfingum og keppni

Hugarfars Æfingadagbókin

  • Skýr mynd af því sem þú vilt framkvæma
  • Betri einbeiting
  • Rólegri hugur
  • Skemmtilegri æfingar

Hugarfars Æfingadagbókin var sérhönnuð fyrir þig til þess að byrja að nota hugarþjálfun á auðveldan hátt og ná enn betri árangri í þinni íþrótt. Dagbókin leiðir þig nákvæmlega í gegnum undirbúning fyrir æfingu og hvernig þú getur unnið úr henni til þess að fá eins mikið og hægt er úr hverri æfingu. Hún nýtir aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt fram á að bæti árangur. Búðu til þína eigin rútínu í kringum æfingar og náðu topp árangri.

Hæ, ég heiti Ásdís

Ég er ósköp venjuleg stelpa sem hefur afrekað óvenjulega hluti.

Skýr draumur, markviss markmiðasetning og óseðjandi hungur í að stöðugt gera betur er ástæðan fyrir því að ég var heimsklassa spjótkastari í næstum 20 ár og kastaði í úrslitum á Evrópumeistaramótum, Heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum.

Ég var aldrei hæfileikaríkasti íþróttamaðurinn en ég var alltaf tilbúin að leggja mikið á mig til þess að nýta þá hæfileika sem ég hafði til fulls. Það kom mér ekki bara á þrenna Ólympíuleika, það skilaði mér líka doktorsgráðu á sama tíma.

Á seinni hluta ferilsins uppgötvaði ég hversu stórt hlutverk andlegi hlutinn spilar í að ná árangri. Ég fór að leita allra leiða til þess þjálfa hann upp og í gegnum allt þetta ferli lærði ég heilan helling. Eftir að ég hætti að keppa sjálf fann ég að ég yrði að deila þessari reynslu áfram.

Ég hef verið í þínum sporum og ég veit hvernig þér líður. Þess vegna vil ég hjálpa þér að nýta þína hæfileika til fulls til að ná árangri sem þú hefðir aldrei trúað að væri mögulegur og hafa gaman í leiðinni.

Sannaðar aðferðir
Æfingadagbókin leiðir þig í gegnum að nota aðferðir sem rannsóknir sýna að virki til þess að bæta árangur og tvinna þær inn í æfingarnar. Þú færð líka aðgang að myndböndum sem útskýra nákvæmlega hvernig þú getur notað bókina og aðferðirnar með sem bestum árangri.
Örfáar mínútur á dag
Já þú last rétt! Þú þarft bara örfáar mínútur á dag að fylla bókina út og svo notar þú aðferðirnar á æfingunni til að fá enn meira útúr öllu sem þú gerir. Það þarf ekki að setja hellings tíma í þetta til að sjá árangur og það er líka miklu líklegra að þú haldir þig við þetta til lengri tíma.
Skýr hugur
Undirbúningurinn sem æfingadagbókin leiðir þig í gegnum sér til þess að þú hefur skýra mynd af því hvað þú ætlar fá útúr æfingunni. Eftir æfinguna hjálpar bókin þér svo að vinna úr henni og nýta þér alla lærdóma. Þetta hjálpar þér að hafa betri einbeitingu á réttu hlutina og ná enn betri árangri.

Vilt þú þetta?

Hugarfars Æfingadagbókin er fyrir íþróttafólk sem vill...

  • Fá meira út úr æfingunum
  • Prófa að nota hugarþjálfun
  • Ná enn betri árangri í sinni íþrótt
  • Bæta einbeitinguna
  • Fá einföld skref sem auðvelt er að framkvæma
  • Hafa gaman af því að æfa og keppa
  • Sjá árangur strax í dag
  • Ekki eyða miklum tíma í leiðinlegar æfingar

Reviews

5

Top Rated
  • 5 100%
  • 4
  • 3
  • 2
  • 1
Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir

Besta bókin

Þessi æfingadagbók er eins og sniðin að mér. Mjög auðveld í notkun og meikar sens. Engar óþarfa skárningar eða eitthvað sem kemur ekki að notum. Frábært að hafa hana á íslensku.

2 years ago
  • Most popular
    Hugarfars Æfingadagbókin
  • 25

    Hjálpar þér að fá meira útúr æfingunum

    Kaupa Núna
  • PDF með skrefunum til að fá allt útúr æfingunum
  • Líka í boði sem Evernote minnisblað
  • Örfáar mínútur á dag
  • Nýtir vísindalega sannaðar aðferðir
  • Tól sem hægt er að nýta fyrir, eftir og mitt í æfingum og keppni
  •