Ég heiti Ásdís Hjálmsdóttir Annerud og er bara ósköp venjuleg stelpa sem hefur afrekað óvenjulega hluti.
Skýr draumur, markviss markmiðasetning og óseðjandi hungur í að stöðugt gera betur er ástæðan fyrir því að ég var heimsklassa spjótkastari í næstum 20 ár og kastaði í úrslitum á Evrópumeistaramótum, Heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum.
Ég var aldrei hæfileikaríkasti íþróttamaðurinn en ég var alltaf tilbúin að leggja mikið á mig til þess að nýta þá hæfileika sem ég hafði til fulls. Það kom mér ekki bara á þrenna Ólympíuleika, það skilaði mér líka doktorsgráðu á sama tíma.
Mitt markmið er að hjálpa íþróttafólki að fá andlegan styrk til að geta nýtt hæfileika sína til fulls og náð árangri sem það hefði aldrei trúað að væri mögulegur.