Bókaðu Ráðgjafartímann Þinn Í Dag!

Það er ekki alltaf auðvelt að vera íþróttamaður!

Það eru svo margar erfiðar aðstæður sem þú munt þurfa að takast á við á ferlinum og stundum þurfum við hjálp.

Ég þekki það sjálf eftir 20 ára feril sem heimsklassa spjótkastari og að hafa keppt á þrennum Ólympíuleikum.

Ég var aldrei hæfileikaríkasti íþróttamaðurinn en ég var alltaf tilbúin að leggja mikið á mig til að fá það mesta út úr þeim hæfileikum sem ég hafði. Þetta varð til þess að ég vann mikið í hugarfarinu mínu og vann með íþróttasálfræðingi í mörg ár.

Í ráðgjafartímanum okkar mun ég nýta alla þá reynslu og allt sem ég hef lært til að hjálpa þér að takast á við þínar áskoranir.

Mitt markmið er að hjálpa íþróttafólki að fá andlegan styrk til að geta nýtt hæfileika sína til fulls og náð árangri sem það hefði aldrei trúað að væri mögulegur.


Reviews

5

Top Rated
  • 5 100%
  • 4
  • 3
  • 2
  • 1
Thuridur Erla Helgadottir

Ráðgjafartími

Ég fór í ráðgjafartíma aðallega því ég þurfti einhvern til að tala við. Var búin að vera tæp í bakinu og það styttist í mikilvæga keppni. Þetta er í annað sinn sem ég heyri í Ásdísi fyrir mót og það hjálpar alltaf ótrúlega mikið. Hún hjálpar mér að koma hugsunum mínum í smá röð og reglu. Hún deildi sinni reynslu, hlustaði á mig og gaf mér "verkefni" fyrir næstu daga. Mér líður alltaf miklu betur. Finnst líka hjálpa að fá tímann á upptöku og geta hlustað á hann nokkrum dögum seinna til að minna sig á. Takk kærlega Ásdís <3

2 years ago
Hinrik Pálsson

Ráðgjafartími fyrir mót

Ég fór í ráðgjafartíma hjá Ásdísi nokkrum dögum fyrir fyrsta alþjóðlega mótið mitt nýlega. Það var gríðarlega gagnlegt, hún hjálpaði mér að leggja upp gott plan til að hafa stjórn á stressinu og gera plan fyrir keppnisdaginn. Við fórum líka yfir markmið og væntingar til að stilla þær rétt af. Eitt af því sem við lögðum áherslu á var að hafa gaman. Í stuttu máli þá átti ég frábært mót, árangurinn var góður en það sem jafnvel meira var, ég skemmti mér alveg konunglega og fólk hafði á orði að ég hefði verið brosandi allan tímann! Kærar þakkir fyrir frábæra aðstoð!

2 years ago

Ráðgjöf með Ásdísi Hjálmsdóttur Annerud

  • Einn Tími
  • 200

     

    Kaupa Núna
  • 1 x 60 mín Tími Yfir Zoom
  • Sérhæfð Aðstoð Fyrir Þig
  • Upptaka Af Tímanum Innifalin
  •  
  • Þrír Tímar - Pakki
  • 450

    Aðeins 150€ fyrir hvern tíma!

    Kaupa Núna
  • 3 x 60 mín Tímar Yfir Zoom
  • Sérhæfð Aðstoð Fyrir Þig
  • Upptaka Af Tímunum Innifalin
  •  
  • Most popular
    Fimm tímar - Pakki
  • 700

    Aðeins 140€ fyrir hvern tíma!

    Kaupa Núna
  • 5 x 60 mín Tímar Yfir Zoom
  • Eftirfylgni á milli tíma í gegnum skilaboð
  • Sérhæfð Aðstoð Fyrir Þig
  • Upptaka Af Tímunum Innifalin
  •  

Umsagnir

Kristín Þórhallsdóttir

- Bronsverðlaunahafi á HM í klassískum kraftlyftingum

 Ég nýtti mér ráðgjafartíma Ásdísar Hjálms til þess að undirbúa mig andlega fyrir mitt fyrsta alþjóðlega stórmót sem var Heimsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum. Hún gaf mér öflug verkfæri til að takast á við keppnisstressið og það var algjörlega ómetanlegt að fá ráðleggingar um hvernig best sé að stilla af hausinn og hugarfarið fyrir stórmót frá svo reynslumikilli afreksíþróttakonu eins og Ásdísi. Mér tókst að vera yfirveguð í keppninni og leið vel. Ég fékk jafnframt góða og jákvæða upplifun af keppninni. Þessi andlega vinna, ofan á líkamlegan undirbúning, var ekki síður mikilvæg og skilaði mér bronsverðlaunum í hnébeygju og samanlögðum árangri.

Birgit Rós Becker

- Íslandsmethafi í kraftlyftingum

 Ég hef nýtt mér 1-on-1 ráðgjafartíma með Ásdísí og hjálpaði það mér rosalega mikið. Það var mjög þægilegt að tala við hana og leið mér eins og ég hefði þekkt hana alla mína ævi.

Lena Meyer

- Svissneskur spjótkastari

Ráðgjafartímarnir hafa verið mjög lærdómsríkir fyrir mína persónulegu vinnu. Þeir gáfu mér tækifæri til að tala um mínar persónulegu aðstæður í smáatriðum. Það hefur hjálpað mér mikið að læra af Ásdísi og hennar reynslu og að ræða við hana um mitt hugafar í mismunandi aðstæðum og þetta mun hjálpa mér í framtíðinni. Ásdís gaf mér sérstök ráð um hvernig ég ætti að takast á við ákveðnar aðstæður á æfingum og í keppni. Vegna þess hversu mikið ég fékk út úr ráðgjafartímunum myndi ég mæla með þeim fyrir alla sem vilja bæta hugarfarið.

Thelma Dögg Grétarsdóttir

- Landsliðskona í blaki

 Þegar ég byrjaði í markmiðasetningu hjá Ásdísi var ég ekki alveg klár á því hvert það myndi leiða eða hversu mikið það myndi hjálpa mér. Núna er ég búin að vera hjá henni í ca hálft ár og ég horfi á markmiðin mín í dag með allt öðrum augum og áherslum. Fyrst þegar ég byrjaði fann ég ekki mikla breytingu en núna þegar ég horfi til baka finn ég að ég er komin mun lengra en ég var. Ásdís hjálpaði mér að gera markmiðin skýr og geranleg en alltaf krefjandi og það erfiðasta, hún neyðir mann alltaf til þess að verðlauna sig ef markmiðið tekst. Mér er búið að líða ótrúlega vel hjá henni og hún gefur manni góða sýn eða yfirlit á hlutunum sem þú vilt ná. Núna hef ég mín markmið alltaf bak við eyrað og hef fundið með henni aðferðir sem henta mér til þess að halda mínum dampi. Ásdís er virkilega skemmtilegur karakter sem heldur þér við efnið og hvetur þig til þess að dreyma stórt!

Guðlaug Rún Gísladóttir

- Lyfjatæknir

Í fyrra fékk ég í jólagjöf frá manninum mín gjafabréf í markmiðasetningu hjá Ásdísi. Þetta er geggjað, ég mæli með því. Áður en ég nýtti mér þetta var ég ekki góð í að setja mér markmið og fylgja mínum draumum. En get sagt með stolti að þetta svínvirkaði fyrir mig, ég er allavega að elta mína drauma og skráði ég mig í Háskóla síðastliðið haust og það er eitthvað sem að er búið að vera draumur lengi. Að fá aðstoð með að setja sér markmið og ná þeim er geggjað og eitthvað sem að allir ættu að nýta sér. Þetta eykur sjálfstraustið um heilan helling! Takk kærlega fyrir mig.