Það er ekki alltaf auðvelt að vera íþróttamaður!
Það eru svo margar erfiðar aðstæður sem þú munt þurfa að takast á við á ferlinum og stundum þurfum við hjálp.
Ég þekki það sjálf eftir 20 ára feril sem heimsklassa spjótkastari og að hafa keppt á þrennum Ólympíuleikum.
Ég var aldrei hæfileikaríkasti íþróttamaðurinn en ég var alltaf tilbúin að leggja mikið á mig til að fá það mesta út úr þeim hæfileikum sem ég hafði. Þetta varð til þess að ég vann mikið í hugarfarinu mínu og vann með íþróttasálfræðingi í mörg ár.
Í ráðgjafartímanum okkar mun ég nýta alla þá reynslu og allt sem ég hef lært til að hjálpa þér að takast á við þínar áskoranir.
Mitt markmið er að hjálpa íþróttafólki að fá andlegan styrk til að geta nýtt hæfileika sína til fulls og náð árangri sem það hefði aldrei trúað að væri mögulegur.
Kaupa Núna
Aðeins 125€ fyrir hvern tíma!
Kaupa NúnaAðeins 120€ fyrir hvern tíma!
Kaupa Núna
Reviews
5
Top Rated
Thuridur Erla Helgadottir
Ráðgjafartími
Ég fór í ráðgjafartíma aðallega því ég þurfti einhvern til að tala við. Var búin að vera tæp í bakinu og það styttist í mikilvæga keppni. Þetta er í annað sinn sem ég heyri í Ásdísi fyrir mót og það hjálpar alltaf ótrúlega mikið. Hún hjálpar mér að koma hugsunum mínum í smá röð og reglu. Hún deildi sinni reynslu, hlustaði á mig og gaf mér "verkefni" fyrir næstu daga. Mér líður alltaf miklu betur. Finnst líka hjálpa að fá tímann á upptöku og geta hlustað á hann nokkrum dögum seinna til að minna sig á. Takk kærlega Ásdís <3
Hinrik Pálsson
Ráðgjafartími fyrir mót
Ég fór í ráðgjafartíma hjá Ásdísi nokkrum dögum fyrir fyrsta alþjóðlega mótið mitt nýlega. Það var gríðarlega gagnlegt, hún hjálpaði mér að leggja upp gott plan til að hafa stjórn á stressinu og gera plan fyrir keppnisdaginn. Við fórum líka yfir markmið og væntingar til að stilla þær rétt af. Eitt af því sem við lögðum áherslu á var að hafa gaman. Í stuttu máli þá átti ég frábært mót, árangurinn var góður en það sem jafnvel meira var, ég skemmti mér alveg konunglega og fólk hafði á orði að ég hefði verið brosandi allan tímann! Kærar þakkir fyrir frábæra aðstoð!
Rate this course