Vilt Þú Verða Andlega Sterkari Íþróttamaður?

En veist kannski ekki alveg hvernig þú getur farið að því?

Lærðu grunn aðferðirnar mínar í hugarfarsþjálfun og nákvæmlega hvernig þú getur nýtt þér þær!

Þessar aðferðir hjálpuðu mér að komast í úrslit á Evrópumeistaramótum, Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum en fyrst og fremst að njóta íþróttarinnar ennþá meira.

Hættu að velta fyrir þér "hvernig" og nýttu þér Hugarfarsþjálfunar Hraðalinn.

Að geta náð þínum besta árangri þegar það skiptir mestu máli krefst andlegs styrks 

Í Hugarfarsþjálfunar Hraðalinum Munt Þú Læra Að...

Stjórna þínu spennustigi í keppni
Snúa neikvæðum hugsunum við og halda einbeitingu
Þjálfa upp sjálfstraustið
Nota sjónmyndaþjálfun til að ná enn betri árangri

Ég veit að þetta er hægt vegna þess að ég hef gert það sjálf!

UPPLIFÐU ÞETTA FYRIR AÐEINS

Eitt að lokum...

Ég man hversu erfitt ég átti með að takast á við vonbrigði og hversu oft ég náði ekki að standa mig eins vel og ég átti að geta því ég stóð í vegi fyrir sjálfri mér. Mistökin sem ég gerði var að halda að ég gæti tekist á við þetta sjálf alltof lengi.

Það var ekki fyrr en ég fór að vinna með íþróttasálfræðingi og lesa mér til sem ég áttaði mig á því hversu mikið ég hafði verið að skemma fyrir mér. Hefði ég byrjað fyrr á þessari vinnu þá er ég handviss um að ég hefði náð betri árangri.

Ekki gera sömu mistök og ég gerði því að erfiðasta hugsunin sem við sitjum uppi með eftir ferilinn er “Hvað ef…?”.