Náðu Árangri

Ef þú ert að leita að hvetjandi fyrirlestri um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum og aukið afkastagetu okkar í gegnum markmiðasetningu, jákvætt hugarfar og góða alhliða heilsu þá er fyrirlesturinn Náðu Árangri eitthvað fyrir þig.
Í þessum klukkutíma langa fyrirlestri deili ég minni reynslu og þeim aðferðum sem ég nýtti mér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis. Ég fer sérstaklega í það hvernig þú getur nýtt þér þessar aðferðir í þínu lífi til að skara fram úr og ná auknum árangri. Innifalið er verkefnahefti sem veitir stuðning til að koma því sem við tölum um í verk.
Þú getur nú keypt 10 daga aðgang að fyrirlestrinum fyrir aðeins 15€!

Þetta hefur fólk að segja um fyrirlesturinn

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

- Starfsþróunarstjóri hjá VÍS

Fyrirlesturinn hitti í mark hjá starfsfólki. Ásdís var lífleg, með kröftuga framkomu, og talar af innlifun og einlægni. Hún er flott fyrirmynd í jákvæðu hugarfari og kom efninu vel til skila þrátt fyrir að vera í fjarfundi.

Sandra Ósk Jóhannsdóttir

- Verkefnastjóri fyrirlestra og námskeiða hjá VR

 Við fengum Ásdísi til þess að vera með rafrænan fyrirlestur fyrir félagsmenn VR vorið 2021. Það var alveg magnað hvað hún náði að streyma miklum eldmóði og krafti í gegnum skjáinn. Fyrirlesturinn er lifandi, skemmtilegur og auðvelt að tengja við dæmin sem hún tekur. Mér finnst einlægnin hennar skína í gegn þegar hún tekur dæmi af sjálfri sér og hvernig hún hefur tekist á við áskoranir í gegnum tíðina til þess að ná framúrskarandi árangri.

Ólafur Kári Júlíusson

- Mannauðssérfræðingur hjá Landsnet

 Það var virkilega gaman að hlusta á Ásdísi tala um markmið og árangur. Reynslan og eldmóðurinn skein frá henni allan tímann og hún átti mjög auðvelt með að halda óskiptri athygli okkar. Dæmin sem hún tók máli sínu til stuðnings voru í senn mannleg og í miklum takt við það sem „við hin“ upplifum, en ég get ímyndað mér að það sé ekki auðvelt að vera þrefaldur ólympíufari og setja þá vegferð í samhengi við hvunndagslíf okkar hinna. Nálgun hennar á áskoranir og mótlæti skildi mikið eftir sig. Ég er þakklátur að hafa fengið tækifæri til að hlusta á hana og læra af henni.

Eva Demireva

- Mannauðsdeild ORIGO

 Ásdís kom til okkar með fyrirlesturinn “Náðu Árangri” sem var bæði fagmannlegur og hvetjandi. Erindið hennar veitti starfsfólki okkar innblástur og hún gaf okkur tól til að vinna með í markmiðasetningu og jákvæðu hugarfari. Ég get ekki mælt nógu mikið með Ásdísi sem fyrirlesara!

Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir

- Verkefnastjóri hjá menntasetri lögreglunnar

 Fyrirlesturinn var geggjaður, gott pepp og góð áminning um að maður getur alltaf gert betur en um leið að minna sig á að maður sjálfur er nóg. Fer vel saman.

Silja Úlfarsdóttir

- Formaður Ljónshjarta samtaka

 Ásdís hélt fyrirlesturinn sinn „Náðu árangri“ fyrir meðlimi Ljónshjarta samtaka. Ásdís ræddi um markmiðasetningu og braut það vel niður og gaf góð dæmi með frá eigin reynslu. Þetta var flottur fyrirlestur og núna ætlum við að brjóta niður markmiðin og ná þeim.

Erla Björk Gísladóttir

- Sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Sjóvá

 Ásdís kom til okkar og hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk um leiðir til að ná árangri. Fyrirlesturinn var vel settur fram þar sem hún fjallaði um sína reynslu af því að ná árangri og hvernig við getum nýtt okkur tól og tæki til að ýta okkur út þægindahringnum og ná enn lengra á okkar vegferð til að ná árangri