Náðu Árangri

Ef þú ert að leita að fyrirlestri um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum og aukið afkastagetu okkar í gegnum markmiðasetningu, jákvætt hugarfar og góða alhliða heilsu þá er fyrirlesturinn Náðu Árangri eitthvað fyrir þig.
Í þessum klukkutíma langa fyrirlestri deili ég minni reynslu og þeim aðferðum sem ég nýtti mér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis. Ég fer sérstaklega í það hvernig þú getur nýtt þér þessar aðferðir í þínu lífi til að skara fram úr og ná auknum árangri. Innifalið er verkefnahefti sem veitir stuðning til að koma því sem við tölum um í verk.