Náðu Árangri

Ef þú ert að leita að hvetjandi og skemmtilegum fyrirlestri um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum og aukið afkastagetu okkar í gegnum markmiðasetningu, jákvætt hugarfar og góða alhliða heilsu þá er fyrirlesturinn Náðu Árangri eitthvað fyrir þig.
Í þessum klukkutíma langa fyrirlestri deili ég minni reynslu og þeim aðferðum sem ég nýtti mér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorspróf samtímis. Ég fer sérstaklega í það hvernig þú getur nýtt þér þessar aðferðir í þínu lífi til að skara fram úr og ná auknum árangri. Innifalið er verkefnahefti sem veitir stuðning til að koma því sem við tölum um í verk.
Þú getur nú keypt 10 daga aðgang að fyrirlestrinum fyrir aðeins 15€!

10 daga aðgangur

15

Kaupa Núna

Þetta hefur fólk að segja um Náðu Árangri

Sveinborg Hafliðadóttir

- Mannauðs- og stefnustjóri Byko

Ásdís kom með vinnustofuna sína um markmiðasetningu inn á stjórnendadag hjá BYKO og heillaði hópinn upp úr skónum. Reynsla hennar af markmiðasetningu, áskorunum og þrautseigju gefur efninu enn meira gildi fyrir þátttakendur. Okkur þótti það mikill kostur að allir stjórnendur fóru heim með verkfæri til þess að vinna að markmiðasetningu í starfi og lífi.

Birna Kristín Jónsdóttir

- Fræðslusérfræðingur Símans

Það er svo gaman þegar afreksfólkið okkar sem sannarlega hefur upplifað hæðir og lægðir á sinni vegferð er tilbúið að miðla af reynslu sinni. Reynsla og árangur Ásdísar er einmitt virkilega þess virði að miðla. Fyrirlesturinn "Náðu Árangri" höfðar mjög vel til þeirra sem vilja setja sér skýr og raunhæf markmið. Ásdís nálgast það mjög aðgengilega hvernig er best að setja sér raunhæf markmið skref fyrir skref. Virkilega gaman að hlusta á Ásdísi fara yfir sinn feril og hvernig hún tæklaði sitt mótlæti. Í hennar huga er ekkert sem heitir að mistakast sem er frábært og smitandi hugarfar.

Sandra Ósk Jóhannsdóttir

- Verkefnastjóri fyrirlestra og námskeiða hjá VR

Námskeiðið “Náðu árangri” er mjög skýrt og vel skipulagt. Ásdís er mjög lifandi og kraftmikill fyrirlesari, sem gefur góð dæmi og spyr vel upp settra spurninga sem fá þátttakendur til þess að hugsa. Vinnubókin hentar vel með námskeiðinu og gott að taka með sér heim eftir námskeið þar sem auðvelt er að rifja upp efnið með hjálp vinnubókarinnar.

Ásdís Hannesdóttir

- Mannauðsstjóri JYSK

Fyrirlesturinn hennar Ásdísar, Náðu árangri, hitti í mark hjá okkur – algjörlega frábær. Virkilega þörf og góð áminning um hvernig við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum sett fram á líflegan hátt.

Inga Jóna Þórisdóttir

- Fræðslustjóri Vegagerðarinnar

 Fyrirlestur Ásdísar er vel settur fram, hvetjandi og hagýtur. Gefin eru góð ráð varðandi markmiðasetningu sem og leiðina til að ná markmiðunum þegar þau liggja fyrir. Virkilega áhugavert og gagnlegt!

Svanhildur Sverrisdóttir

- Mannauðsstjóri Landhelgisgæslunnar

Fyrirlestur Ásdísar er áhugaverður og lærdómsríkur og á erindi hans vel við bæði í leik og starfi. Hún tengir málefnið sinni eigin reynslu með fjölbreyttum dæmum sem gerir fyrirlesturinn bæði einlægan og skemmtilegan.

Alma Hannesdóttir

- Fræðslustjóri Arion banka

Ásdís veitti okkur innsýn í aðgengilega tækni sem má nýta til árangursríkrar markmiðasetningar, bæði í vinnu og í okkar persónulega lífi. Hún fór vel yfir hvert skref í ferlinu og gaf góð dæmi sem var auðvelt að tengja við. Á meðan fræðslu stóð fengum við rými til að hugleiða okkar eigin markmið og vinna úr þeim með þeim aðferðum sem við lærðum. Ég mæli með þessari þjálfun fyrir markmiða miðuð fyrirtæki en sömuleiðis þau sem vilja aðstoða starfsfólk við þeirra persónulegu markmiðasetningu.

Dagbjört Una Helgadóttir

- Mannauðsstjóri AÞ Þrifa

Ásdís kom til okkar og hélt fyrirlestur fyrir starfsfólkið okkar á ensku í tilefni hamingjuviku. Fólkið okkar var mjög ánægt með þennan flotta fyrirlestur sem hvatti okkur öll til að vera besta mögulega útgáfan af okkur sjálfum, ekki nóg með það heldur gefur hún okkur í leiðinni verkfærin til þess að ná þeim árangri. Það er vandmeðfarið að finna hæfileikaríka fyrirlesara sem vill tala ensku og var ég því einstaklega ánægð með hvað hún kom efninu vel frá sér á ensku.

Anna Lóa Ólafsdóttir

- Kennsluráðgjafi Isavia

Við fengum Ásdísi til okkar til Isavia í haustbyrjun ‘23, til að koma okkur í rétta gírinn, faglega og persónulega. Ásdís á auðvelt með að hrífa fólk með sér og setja efnið sitt fram á bæði hvetjandi og skemmtilegan hátt. Hún tekur sig ekki of alvarlega og skilur fólk eftir með þá tilfinningu að eftir allt saman þá sé ekki svo flókið að setja sér markmið og fara eftir þeim. Við getum öll þjálfað bæði jákvæðni og hugrekki sem eru andlegir eiginleikar sem koma okkur langt og Ásdís hefur nýtt sér óspart. Mæli heilshugar með að fá Ásdísi í heimsókn – hún hefur áhrif!

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

- Starfsþróunarstjóri hjá VÍS

Fyrirlesturinn hitti í mark hjá starfsfólki. Ásdís var lífleg, með kröftuga framkomu, og talar af innlifun og einlægni. Hún er flott fyrirmynd í jákvæðu hugarfari og kom efninu vel til skila þrátt fyrir að vera í fjarfundi.

Sandra Ósk Jóhannsdóttir

- Verkefnastjóri fyrirlestra og námskeiða hjá VR

 Við fengum Ásdísi til þess að vera með rafrænan fyrirlestur fyrir félagsmenn VR vorið 2021. Það var alveg magnað hvað hún náði að streyma miklum eldmóði og krafti í gegnum skjáinn. Fyrirlesturinn er lifandi, skemmtilegur og auðvelt að tengja við dæmin sem hún tekur. Mér finnst einlægnin hennar skína í gegn þegar hún tekur dæmi af sjálfri sér og hvernig hún hefur tekist á við áskoranir í gegnum tíðina til þess að ná framúrskarandi árangri.

Ólafur Kári Júlíusson

- Mannauðssérfræðingur hjá Landsnet

 Það var virkilega gaman að hlusta á Ásdísi tala um markmið og árangur. Reynslan og eldmóðurinn skein frá henni allan tímann og hún átti mjög auðvelt með að halda óskiptri athygli okkar. Dæmin sem hún tók máli sínu til stuðnings voru í senn mannleg og í miklum takt við það sem „við hin“ upplifum, en ég get ímyndað mér að það sé ekki auðvelt að vera þrefaldur ólympíufari og setja þá vegferð í samhengi við hvunndagslíf okkar hinna. Nálgun hennar á áskoranir og mótlæti skildi mikið eftir sig. Ég er þakklátur að hafa fengið tækifæri til að hlusta á hana og læra af henni.

Eva Demireva

- Mannauðsdeild ORIGO

 Ásdís kom til okkar með fyrirlesturinn “Náðu Árangri” sem var bæði fagmannlegur og hvetjandi. Erindið hennar veitti starfsfólki okkar innblástur og hún gaf okkur tól til að vinna með í markmiðasetningu og jákvæðu hugarfari. Ég get ekki mælt nógu mikið með Ásdísi sem fyrirlesara!

Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir

- Verkefnastjóri hjá menntasetri lögreglunnar

 Fyrirlesturinn var geggjaður, gott pepp og góð áminning um að maður getur alltaf gert betur en um leið að minna sig á að maður sjálfur er nóg. Fer vel saman.

Silja Úlfarsdóttir

- Formaður Ljónshjarta samtaka

 Ásdís hélt fyrirlesturinn sinn „Náðu árangri“ fyrir meðlimi Ljónshjarta samtaka. Ásdís ræddi um markmiðasetningu og braut það vel niður og gaf góð dæmi með frá eigin reynslu. Þetta var flottur fyrirlestur og núna ætlum við að brjóta niður markmiðin og ná þeim.

Erla Björk Gísladóttir

- Sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Sjóvá

 Ásdís kom til okkar og hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk um leiðir til að ná árangri. Fyrirlesturinn var vel settur fram þar sem hún fjallaði um sína reynslu af því að ná árangri og hvernig við getum nýtt okkur tól og tæki til að ýta okkur út þægindahringnum og ná enn lengra á okkar vegferð til að ná árangri