Afreksskólinn

8 vikna námskeið sem hjálpar þér að verða andlega sterkari íþróttamaður og hámarka þinn árangur

Til þess að ná topp árangri í íþróttum þurfum við að æfa tækni, líkamann og hugann en flestir íþróttamenn vanrækja hugarþjálfun.

Ef þú ert metnaðarfullur íþróttamaður og vilt fullnýta þína hæfileika þá þarftu að æfa hugarfarið sérstaklega.

Þér var væntanlega kennt snemma að þú þyrftir að æfa vel og hvíla nóg til þess að ná sem bestum árangri í íþróttinni. Ekki nóg með það heldur hefur þú væntanlega líka lært hvernig þú þarft að æfa og jafnvel hvað þú getur gert til að jafna þig betur eftir æfingarnar.

Það sem gleymist því miður yfirleitt er að til þess að ná topp árangri þurfum við líka að æfa hugann. Kannski gerir þú þér grein fyrir því að rétt hugafar er mikilvægt til að ná hámarksárangri en hvernig æfum við hugarfarið?

Afreksskólinn var hannaður með þetta í huga. Hann er verkfærakistan í þinni hugarþjálfun og hjálpar þér að takast á við alla erfiðleika sem fylgja íþróttinni.

Ert þetta þú?

✔️ Ert að leggja mikið á þig í æfingum en bara nærð ekki að sýna hvað þú getur í keppni?
✔️ Verður oft alltof stressuð/aður fyrir eða í keppni?
✔️ Átt erfitt með að takast á við það þegar ekki gengur nógu vel?
✔️ Efast oft um að þú getir náð þeim árangri sem þú vilt ná?
✔️ Veist að þú ættir að setja þér markmið en veist bara ekki hvernig?
✔️ Langar til að æfa andlega þáttinn en veist ekki hvernig þú átt að gera það?

Ég þekki þetta sjálf, ég var þarna líka og ég lagði mikið á mig til að finna lausnir! Nú getur þú nýtt þér mínar lausnir og lært af minni reynslu.

Hvernig hljómar þetta í staðinn?

✔️ Þú lærir að undirbúa þig andlega fyrir keppni svo þú náir öllu út úr þér.
✔️ Þú getur stjórnað þínu spennustigi svo stressið tekur ekki yfir.  
✔️ Þú missir þig ekki í svekkelsi þegar það gengur ekki nógu vel heldur kemur tvíefld(ur) til baka.  
✔️ Þú færð aukið sjálfstraust svo þér líður mun betur á æfingum og í keppni.  
✔️ Markmiðasetning verður einföld og skemmtileg.
✔️ Þú hefur fullan aðgang hvenær sem þér hentar að verkfærakistu til að æfa andlega þáttinn sem er byggð á 20 ára reynslu frá þreföldum Ólympíufara.

Ég veit að þetta er hægt vegna þess að ég hef gert það sjálf!

Hvað er Afreksskólinn?

“Reynsla frá mínum 20 ára ferli pökkuð saman í verkfærakistu sem hjálpar þér að takast á við allt sem fylgir því að eltast við topp árangur í íþróttum”

Hvað færð þú?

✔️ Lífstíðar aðgang að námskeiðinu og öllum uppfærslum í framtíðinni.
✔️ Aðgang að þínu svæði þar sem þú getur unnið þig í gegnum efnið á þínum hraða.
✔️ Aðgang að fyrstu einingunni um leið og þú kaupir.
✔️ Aðgang að nýrri einingu vikulega þangað til þú ert komin(n) með aðgang að öllum 8 einingunum og tölvupóst sem lætur þig vita.
✔️ Fjölda klukkutíma af myndböndum og hljóðskrá.
✔️ Vinnubækur sem hjálpa þér að nýta þér þessi verkfæri í þínu lífi.
✔️ Fullan aðgang að ÖLLUM þeim verkfærum sem ég nýtti mér á mínum 20 ára ferli til að komast á þrenna Ólympíuleika.

ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS

 • Greiðsludreifing
 • 3 payments of

  250

  per month Kaupa Núna

Hvað hefur Afreksskólinn gert fyrir aðra?

Þuríður Erla Helgadóttir

9. hraustasta kona í heimi 2019 og margfaldur þátttakandi á Heimsleikunum í Crossfit

Ég myndi klárlega mæla með Afreksskólanum hennar Ásdísar. Ég er búin að vera í keppnisíþróttum allt mitt líf og hef alltaf átt við smá stress vandamál að stríða. Ásdís fer vel yfir hvernig hægt er að vinna í því og hvaða tæki og tól er hægt að nota til að við getum komist á okkar “optimal” stress level. Auk þess sem á þessum skrítnu tímum getur verið erfitt að vera peppaður í að halda æfingum, mataræði, svefni og fleiru 100% því maður eiginlega veit ekki hvenær næsta mót er einu sinni. Þá er svo gott að fara rækilega yfir hvers vegna ég er að æfa mínar íþróttir og hvers vegna ég byrjaði til að byrja með og hvað það gefur mér.

Birgit Rós Becker

Íslandsmethafi í kraftlyftingum

Ég mæli svo sannarlega með Afreksskólanum. Ég kynntist sjálfri mér sem íþróttamanni alveg uppá nýtt! Í Afreksskólanum býður Ásdís uppá ótrúlegan veglegan pakka og var hann hverrar krónu virði. Ég finn mikinn mun á sjálfri mér hugarfarslega en hún fer vel í gegnum andlegu hliðina sem ég þurfti á að halda. Ég hef einnig nýtt mér að spjalla við Ásdísí 1-on-1 og hjálpaði það mér rosalega mikið. Það var mjög þægilegt að tala við hana og leið mér eins og ég hefði þekkt hana alla mína ævi. Ég mæli hiklaust með Afreksskólanum fyrir allt íþróttafólk!

Lena Meyer

Svissneskur spjótkastari

Í gegnum Afreksskólann hef ég áttað mig á því hversu mikið gott hugarfar getur haft áhrif á árangur. Ég lærði hvernig ég get notað hugarfarið mitt til að bæta minn árangur og hvernig ég get tekist á við hinar ýmsu aðstæður. Ég hef tekið eftir því hvernig hugarfarið á æfingum hefur batnað. Þetta hefur hjálpað mér að vera enn einbeittari á æfingum. Ég myndi svo sannarlega mæla með Afreksskólanum fyrir aðra íþróttamenn.

Hér getur þú séð hvað ég fer yfir í námskeiðinu

Eitt að lokum...

Ég man hversu erfitt ég átti með að takast á við vonbrigði og hversu oft ég náði ekki að standa mig eins vel og ég átti að geta því ég stóð í vegi fyrir sjálfri mér. Mistökin sem ég gerði var að halda að ég gæti tekist á við þetta sjálf alltof lengi.

Það var ekki fyrr en ég fór að vinna með íþróttasálfræðingi og lesa mér til sem ég áttaði mig á því hversu mikið ég hafði verið að skemma fyrir mér. Hefði ég byrjað fyrr á þessari vinnu þá er ég handviss um að ég hefði náð betri árangri.

Ekki gera sömu mistök og ég gerði því að erfiðasta hugsunin sem við sitjum uppi með eftir ferilinn er “Hvað ef…?”.

 • Greiðsludreifing
 • 3 payments of

  250

  per month Kaupa Núna

Hefurðu spurningar? Hér eru svörin við þeim algengustu

Já! Ég vildi hafa námskeiðið aðgengilegt á íslensku svo ég ákvað að búa það til bæði á íslensku og ensku. Í íslenska námskeiðinu er allt efni, myndbönd, PDF skjöl og allt annað á íslensku.

Námskeiðið hentar fyrir alla aldurshópa. Hversu ungir krakkar geta farið í gegnum námskeiðið fer í raun bara eftir þroska viðkomandi. Þau yngstu sem eru að fara í gegnum námskeiðið eru 12 ára og sú elsta 63 ára. Ég mæli þó með að krakkar í yngri kantinum fái kannski aðstoð foreldra við að fara í gegnum námskeiðið til þess að tryggja að þau fái sem mest út úr því. Þeim mun fyrr sem við byrjum að vinna í hugarfarinu okkar því betra!

Algjörlega! Námskeiðið er margfalt meira virði. Ástæðan fyrir því að verðið er ekki hærra er vegna þess að eftir að hafa verið afreksíþróttakona í 20 ár þá geri ég mér grein fyrir því hversu mikilvægar þessar upplýsingar eru. Þess vegna vil ég að sem allra flestir geti haft aðgang að námskeiðinu svo ég reyni að halda verðinu niðri.

Þetta er netnámskeið sem er búið að taka upp. Þú munt fá hlekk á síðu þar sem þú getur skráð þig inn og þar munt þú hafa aðgang að myndböndum og PDF skjölum með verkefnum. Námskeiðið er 8 einingar og þú munt fá aðgang að fyrstu einingunni strax og svo einni nýrri einingu í hverri viku svo það mun taka 8 vikur. Eftir þessar 8 vikur munt þú hafa fullan aðgang að öllu efninu hvenær sem hentar þér.

Þú munt alltaf hafa aðgang að námskeiðinu svo þú getur farið til baka og horft á það hvenær sem hentar þér og eins oft og þú vilt.

Nei. Ég mun uppfæra námskeiðið eftir þörfum þegar ég læri meira um hvað þið þurfið hjálp við. Ef þú hefur keypt námskeiðið einu sinni þá munt þú fá aðgang að öllum framtíðar uppfærslum.

Já! Þetta námskeið á við um ALLAR íþróttir. Ég vil taka mjög skýrt fram að það er EKKI æfingaplan í þessu námskeiði. Þetta námskeið mun hjálpa þér með andlega hlutann, endurheimt, markmiðasetningu og hugarfar og þannig mun það hjálpa þér að ná betri árangri. Þetta eru áskoranir sem allir íþróttamenn í öllum íþróttum þurfa að takast á við og þess vegna á námskeiðið við um allar íþróttir.

Algjörlega! Svo lengi sem þú ert að æfa með það að markmiði að keppa og vilt ná að standa þig eins vel og þú getur þá mun þetta námskeið hjálpa þér að hámarka þinn árangur. Það skiptir ekki máli hvort þú ert að stefna á Ólympíuleika eða villt bara bæta tímann þinn í næsta götuhlaupi.

Að sjálfsögðu! Ef þér líkar ekki við námskeiðið eftir að hafa séð fyrstu 3 einingarnar (2 vikur) þá mun ég með glöðu geði endurgreiða þér. Ég vil hjálpa þér að hámarka þinn árangur og ef þetta námskeið hjálpar þér ekki þá vil ég ekki taka pening frá þér. Ég get hins vegar bara gefið þér upplýsingar en ekki tryggt útkomu, það er undir þér komið að gera vinnuna.

Í þessu námskeiði deili ég aðferðum sem er hægt að aðlaga að ÖLLUM aðstæðum. Þar sem við erum öll mismunandi þá geta vissir hlutir átt við þig og aðrir ekki en allir ættu að fá hellings virði í þessu námskeiði. Ég get að sjálfsögðu ekki tryggt að þú munir bæta þinn árangur þar sem ég get bara gefið þér upplýsingarnar, það er svo undir þér komið að gera vinnuna og nýta þessar upplýsingar.

Það er rétt en þú ættir samt að geta aðlagað þessar aðferðir að þinni aðstöðu. Ef þú vilt fá persónulegri hjálp þá býð ég upp á ráðgjafartíma sem eru frábær viðbót við námskeiðið. Í þessum tímum gef ég þér ráð á nákvæmlega þína aðstöðu og það sem þú átt erfitt með. Þú getur keypt og bókað tíma HÉR eða sent mér tölvupóst á [email protected] ef þú hefur spurningar.